146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

íslenskur ríkisborgararéttur.

373. mál
[14:17]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið frá hæstv. dómsmálaráðherra. Þá er komið að annarri spurningu sem er eilítið stærri. Hún lýtur að því að í þessum lögum hér er orðið foreldri komið í stað föður og móður og með allri virðingu fyrir öllum heimsins feðrum og öllum heimsins mæðrum þá er það svolítið hjartans mál fyrir mig að í lögum sem lúta að hinum ýmsu málum sem varða réttarbætur fyrir fjölskyldur sé farið að huga að því að nota orðið foreldri eða forráðamaður frekar en að kyngera á þennan hátt. Ég velti því fyrir mér hvort hæstv. ráðherra deili þeirri skoðun með mér úr því að inn á hennar borð koma mörg af þessum málum, frumvörpum og fyrirhuguðum lagabreytingum.