146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

íslenskur ríkisborgararéttur.

373. mál
[14:26]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vek athygli á 2. gr. frumvarpsins, en þar segir:

„Sá sem er fæddur hér á landi og hefur verið ríkisfangslaus frá fæðingu öðlast íslenskt ríkisfang með skriflegri tilkynningu …“

(ÞÆ: Innan þriggja ára?) Áður en hann nær 21 árs aldri. Með því tel ég að komið sé til móts við ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám ríkisfangsleysis og veit ekki betur en það sé í ákveðnu samráði við t.d. alþjóðlega flóttamannastofnun. Ég á ekki von á öðru en þetta ákvæði, 2. gr., komi til móts við fyrirspurn hv. þingmanns.