146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

vegabréf.

405. mál
[15:01]
Horfa

dómsmálaráðherra (Sigríður Á. Andersen) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held ég treysti mér til að fullyrða að óbreytt kerfi við útgáfu vegabréfa mun ekki uppfylla öryggiskröfur eftir einhver ár. Gerðar eru tilteknar kröfur til vegabréfa, útlits og tæknilegra lausna en vegabréf eru að miklu leyti orðin rafræn. Kerfið sem við eigum í dag ræður ekki við þá útgáfu. Svo kvarta menn gjarnan yfir afgreiðslutíma og ég hef væntingar um að með nýju kerfi væri kannski hægt að stytta enn frekar afgreiðslutíma vegabréfa. Endurnýjun á þessum búnaði lýtur sömu lögmálum og annar tæknilegur tölvubúnaður, það þarf að uppfæra hann. Menn þurfa að bíta í það súra epli að þurfa að uppfæra kerfið eða kaupa sér alfarið nýtt.