146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

vátryggingasamstæður.

400. mál
[16:22]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða frumvarp sem er nýmæli í íslenski löggjöf því að hingað til hafa ekki verið sérstök lög til um vátryggingasamstæður. Það er vel ef verið er að styrkja lagaumhverfi vátryggingafélaga og starfsemi þeirra. En enn á ný er verið að auka og fjölga verkefnum sem leggjast eiga á herðar Fjármálaeftirlitsins. Því langar mig að vita, og þetta er kannski ítrekun á spurningu minni áðan varðandi annað frumvarp sem einmitt leggur meiri skyldur á herðar Fjármálaeftirlitsins, hvernig hæstv. fjármálaráðherra sér fyrir sér eflingu á bæði sjálfstæði og fjárráðum Fjármáaleftirlitsins til að anna þeim verkefnum sem er að finna í þessu frumvarpi sem og í frumvarpinu sem við vorum að ræða áðan.