146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

392. mál
[16:48]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Engin nýbreytni, segir ráðherrann. Nýbreytnin er sú, frá því að Ríkisendurskoðun gaf út skýrslu sína árið 2011 og frá því að reglugerð um inntöku í framhaldsskóla var sett, að 2014 ákvað þáverandi hægri stjórn að hætta að borga með þessum nemendum. Ég veit að ráðherranum þykir óþægilegt að kalla þetta 25 ára reglu og segir að það sé ekkert í bókum ríkisins sem heiti 25 ára regla. Köllum það hvað sem við viljum. Reyndin er sú að framhaldsskólarnir hafa þurrkast upp af fólki yfir 25 ára aldri. Það er vegna ákvörðunar við afgreiðslu fjárlaga í tíð fyrri ríkisstjórnar sem hæstv. ráðherra sat í. Það er nýbreytnin og það er þess vegna sem þetta frumvarp talar inn í veruleika sem varð til 2014 á fjárlögum þess árs. Eðlilega tengjum við því þetta tvennt þó að ráðherranum þyki það óþægilegt.