146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

lyfjastefna til ársins 2022.

372. mál
[18:52]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Frú forseti. Þetta verður mjög stutt, ég hef engan áhuga á að lengja þessa umræðu um of. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort forvarnir hafi eitthvað komið til tals við gerð þessarar stefnu eða hvort þær muni koma einhvers staðar annars staðar inn. Mér finnst gríðarlega mikilvægt að við leitum leiða til þess að minnka lyfjanotkun með forvörnum. Það er hægt. Ætti það ekki heima í þessari stefnu? Eða á það heima einhvers staðar annars staðar? Ég væri til í að heyra í ráðherra varðandi það. Svo kom mér á óvart, það voru alveg nýjar upplýsingar fyrir mér, þegar hv. þm. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttirs sagði að börn fengju ekki hjálp eða aðstoð, fjárhagslega aðstoð, frá sveitarfélögum án þess að vera lyfjuð. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra: Er það raunverulega … (BjG: Fá greiningu.) — Fyrirgefðu? (BjG: Fá greiningu.) Fá greiningu og þá lyf væntanlega? (Gripið fram í.) Ekkert endilega. En er verið að vinna eitthvað með sveitarfélögum þegar svona lyfjastefna er gerð? Er horft heildrænt á þetta einhvern hátt? Ég hef áhuga á ferlinu á bak við þetta.