146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar.

378. mál
[19:06]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Frú forseti. Er það sem sagt réttur skilningur að lögin séu þannig að þau takmarki það að hægt sé að gera aðgerðaáætlanir til fjögurra ára upp frá þessu, verður að gera það á milli sveitarstjórnarkosninga? Mig langar að fá það á hreint.

Svo var ég líka að hugsa um annað. Mér skilst að velferðarráðuneytið, innanríkisráðuneytið og menntamálaráðuneytið séu að vinna að aðgerðaáætlun gegn ofbeldi. Ég velti fyrir mér hvar sú vinna sé stödd og hvort hún geti mögulega orðið stuðningur inn í næstu aðgerðaáætlun, sem verður þá vonandi til fjögurra ára.