146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar.

378. mál
[19:10]
Horfa

Katla Hólm Þórhildardóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka kærlega svörin. Þetta voru mjög greinargóð svör.

Ég ætla að spyrja annarrar spurningar: Hvert er samstarf ráðuneytisins við Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu í sambandi við þetta nýja meðferðarheimili? Er samstarf með staðsetninguna og fjármagn alveg komið? Er það í samstarfi við sveitarfélögin eða fjármagnar ríkið það alfarið?