146. löggjafarþing — 54. fundur,  4. apr. 2017.

framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar.

378. mál
[19:48]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka kærlega fyrir svarið. Ég held að þetta sé eitthvað sem ég vil eindregið hvetja til og tek undir það með þingmanninum að velferðarnefnd hugi sérstaklega að þessu og taki skýra afstöðu til þess í afgreiðslu málsins. Þetta ætti svo sannarlega að vera eitt af þeim lykilatriðum sem hugað verður að þegar kemur að endurskoðun laganna.