146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[15:58]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð að játa fyrir hv. þingmanni og þingheimi öllum að ég veit ekki hvar safn þetta er. Þetta byggir á tillögum frá ráðuneytunum og ég reikna með að það sé rétt hjá hv. þingmanni að þetta muni heyra undir menntamálaráðuneytið. Ég verð því eiginlega að vísa fyrirspurninni á menntamálaráðherra í þessu og þykir afar leitt að geta ekki svarað spurningunni. Ég bara hef ekki svarið.