146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:04]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg sama hvað það er sagt oft, viðbót er ekki niðurskurður. Þannig er það bara. Ég get eiginlega ekki sagt það í lengra máli en síðast.

Ég vil hins vegar nota tækifærið af því að ég hef fengið viðbótarupplýsingar vegna andsvars við hv. þm. Katrínu Jakobsdóttur og bæta við: Í áætluninni er gert ráð fyrir um 200 millj. kr. framlagi til náttúrufræðisafns næstu tvö ár og síðan hærra framlagi á síðari hluta áætlunarinnar samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fæ hér.