146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[16:52]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Er þá hv. þingmaður sammála því að flækjustigið yrði gríðarlega mikið með þessum hætti? Auðvitað hlýtur fjármálastefnan, fjármálaáætlunin og síðan fjárlögin, að byggjast á einhverjum fasta, hvernig menn ætla að setja gólfið og byggja á. Með mörgum sviðsmyndum, eða mismunandi spám um gengismál, og öðru — þarna er ein forsenda af gríðarlega mörgum forsendum sem þetta byggist allt á. Flækjustigið eykst þá með hverri forsendu sem er fljótandi með einhverjum hætti, hvernig menn ættu að takast t.d. á við fjármálaáætlunina. Ég sé ekki fyrir mér að þetta gæti gengið. Það eru svo margar forsendur sem myndu tala gegn því.

Ég held að þessi ríkisstjórn sé ekki að hugsa um að taka upp myntráð eða festa gengið eða annað. Það er önnur umræða. Við erum að tala um fjármálaáætlun sem snýr að þessu sem við tölum um hér. Svo því sé haldið til haga.