146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:15]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vona að þetta svigrúm gefist og við verðum í þeirri stöðu sem fjármálaáætlunin setur okkur í eftir fimm ár. En á þeim stað höfum við þurft að herða sultarólina á svipaðan hátt og við gerum núna. Því ástandi er í raun viðhaldið á nokkrum sviðum og hert að á öðrum. Eftir fimm ár stöndum við uppi með að þurfa að fara í innviðauppbygginguna, sem ég get ómögulega séð í þessari fjármálaáætlun. Það segir í fjármálaáætluninni að ef hagvöxtur gangi ekki samkvæmt áætlun, sem væri met ef hann gerði, þá gangi þetta ekki heldur samkvæmt áætlun og þá munum við ekki hafa þetta mikla svigrúm og ekki heldur vera búin að fara í neina innviðauppbyggingu að ráði, nema þá sem þegar hefur verið ráðist í.