146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:59]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Forseti. Mig langar að vekja athygli forseta á því að hæstv. ráðherra er ekki í húsinu og mig langar að spyrja hverju sætir. Hér erum við að ræða fimm ára áætlun sem er grundvallarplagg í stefnumörkun nýrrar ríkisstjórnar. Það er óásættanlegt að ráðherrann sé ekki viðstaddur umræðuna.

Næst á mælendaskrá er hv. þm. Oddný Harðardóttir sem er formaður þingflokks Samfylkingarinnar, fyrrverandi fjármálaráðherra, og það er óásættanlegt annað en að hann sé í þingsal meðan hún talar og þeir fleiri sem eru eftir á mælendaskrá. Ég óska eftir því við forseta að hlé verði gert á þessari umræðu þar til hann er í húsi.