146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:02]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek undir þetta. Þetta er bagalegt, ekki síst í ljósi þess að hæstv. fjármálaráðherra tekur við búi sem rekja má til makrílgöngu, aukinnar komu ferðamanna en ekki síst góðrar úrvinnslu í efnahagsmálum eftir hrunið sem m.a. var leidd af tveimur hv. þingmönnum sem voru þá fjármálaráðherrar og sitja í salnum. Ég held að hæstv. fjármálaráðherra gæti ýmislegt lært af hv. þingkonu Oddnýju G. Harðardóttur og styð tillögu um að gert verði matarhlé.