146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:04]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hv. þingmenn eiga ekki að þurfa sífellt að vera með augun á stimpilklukkunni til að fylgjast með því hvort hæstv. ráðherrar séu í húsi hverju sinni þegar verið er að ræða um mál á þeirra málefnasviði. Mér finnst bagalegt að hæstv. ráðherra hafi farið úr húsi án þess að láta þess getið þó að ég hafi fullan skilning á því að þær aðstæður geti komið upp. Það geta komið upp alls konar aðstæður sem gera það að verkum að fólk verður að bregða sér frá. Ég held að við séum ekkert ósanngjörn hvað það varðar, það er sjálfsagt af okkar hálfu að gera hlé á umræðunni meðan ráðherra þarf að bregða sér í burtu. Ég geri ráð fyrir að nú verði gert hlé þar til hæstv. ráðherra kemur aftur.