146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:05]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek undir með öðrum þingmönnum, það er sjálfsagt að gera hlé þar til hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra getur komið og tekið þátt í umræðunum um fimm ára fjármálaáætlun. Það er ekki eins og hér sé eitthvert smámál á ferðinni. Mér þætti gott ef hæstv. ráðherra yrði hér meðan ég flyt mína ræðu. Þar koma ýmsar spurningar sem hann vill kannski grípa tækifærið og svara strax eða svara í lok umræðunnar. Ég óska eftir því eins og aðrir þingmenn á undan mér að við bíðum eftir hæstv. ráðherra.