146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:06]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér var gert sérstakt samkomulag um tilhögun 1. umr. fjármálaáætlunar þar sem fjöldi ræðumanna var takmarkaður og því um líkt. Mér finnst lágmark að ráðherra geti þá setið undir allri þeirri umræðu þar sem hún er væntanlega dálítið stytt miðað við hefðbundna umræðu. Ég styð því tillögu fyrri ræðumanna og óska eftir að fara í snemmbúið matarhlé.