146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:06]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil láta koma fram að hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra lét mig, sem þá starfandi forseta, vita af því að hann myndi þurfa úr húsi í stutta stund af óviðráðanlegum ástæðum, vegna skuldbindinga sem hann hafði löngu lofað sér í. Ég skildi það þannig að það yrði tiltölulega stutt stund og að hann kæmi rakleiðis til baka þegar hann væri búinn að sinna þeim skyldum sem hann hefði tekið að sér. Ég vildi bara upplýsa að hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra kom að máli við þá starfandi forseta og lét hann vita af þessu.