146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:10]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon minnti mig einmitt á þau áform sem hér er talað um en á þeim tíma átti ég spjall við hæstv. fjármálaráðherra sem var að tala um þetta en þá var umræðuáætlunin önnur. Þá átti að vera fyrir og eftir kvöldmat og svoleiðis en þetta er dæmi um hvernig skipulagsleysið í dagskrá Alþingis getur breytt þeim forsendum sem við skipuleggjum tíma okkar út frá. Fyrst þetta kom svona upp finnst mér eðlilegt að taka örstutt hlé þangað til ráðherrann kemur aftur.