146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:55]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þetta andsvar. Þetta eru alveg rétt atriði sem hv. þingmaður bendir á. Mér vitandi er planið að fjölga þeim sem nýta sér þessa þjónustu ár frá ári samkvæmt til þess gerðu plani. Ég get ekki annað en tekið undir að þetta samkomulag er að mínu viti ekki alveg frágengið. Ég treysti mér ekki til að standa hér og álykta um það, ég get bara endurtekið það sem ég hef verið fullvissuð um, að frá þessu verði gengið og við þetta staðið. Varðandi nákvæma útfærslu þá er það eitt af þeim atriðum sem við munum hafa tækifæri annars vegar til á morgun að spyrja viðkomandi fagráðherra um og hins vegar að taka fyrir á fundum nefnda á næstunni.