146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[18:58]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þessa spurningu og andsvar frá hv. þingmanni. Ég veit ekki hvort við horfum á þetta algerlega hvor frá sínu sjónarhorninu. Þegar ég rýni í tölurnar og legg jafnframt til grundvallar þá staðreynd að þriggja ára nám til stúdentsprófs fækkar eðlilega nemum þá er um að ræða aukningu á hvern nemanda miðað við þessar tölur. Í því liggur þessi bæting, ef svo má segja. Það er ekki verið að skerða fjárframlög, ekki fyrir þann nemendabasa sem er inni í skólunum. Það liggur fyrir og kemur skýrt fram í áætluninni líka að vonir standi til að þar muni skapast það svigrúm sem talið er að vanti inn í skólana. (Gripið fram í.) Það er þannig sem ég sé þetta. Þetta er hækkun á hvern nemanda.