146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[19:02]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég spurði einmitt um það sem er umfram þá aukningu sem er á vergri landsframleiðslu. Það meðaltal eykst. Framlög til háskólastigsins eru lægri en hagvöxturinn.

Hvað varðar sjúkrahúsþjónustuna er heildarhækkun til hennar árin 2017–2022 19,8%. Miðað við að þjónustan sé 15% þýðir það að uppbygging til spítalans er þau 4,8% sem eru þar á milli.

Ég leyfi mér að finnast þær tölur eilítið lágar fyrir uppbyggingu á spítalanum. Það væri ágætt að fá frekari upplýsingar um hvort það standist varðandi framlög til þjónustunnar sjálfrar utan viðhalds og uppbyggingar, sem er að sjálfsögðu nauðsynleg og hefur verið nauðsynleg lengi, það er þess vegna sem ég tek það aðeins út fyrir sviga, til að sjá þróunina á þjónustustiginu sjálfu. Ef það er 15% fylgir það landsframleiðslu og er gott. En það þýðir að uppbyggingin er aðeins 4,8% af þeirri tölu, sem mér finnst dálítið lágt.