146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[19:05]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil ræða stuttlega um að þegar ákveðið var að þessi umræða færi ekki fram á þriðjudegi heldur miðvikudegi og fimmtudegi ræddi ég við hæstv. forseta þingsins og sagði frá því að ég hefði lofað að lesa Passíusálm klukkan sex á þessum degi og spurði hvort það myndi ekki hafa áhrif á fundinn. Forseti sannfærði mig um að það myndi ekki valda vandræðum. Ég ítrekaði þetta við hæstv. 1. varaforseta hér áðan og hann sagði mér að allir hefðu skilning á þessu.

Nú er ég kominn aftur en vil þó vitna lítillega í sálminn sem ég las, þótt ég sé ekki að líkja mér við þann sem ort var um.

Eða hvar fyrir hirtist hann,

hirtingar til sem aldrei vann?

Ég ætla að fá, forseti, að enda á sálmi eftir Ólínu Andrésdóttur: (Forseti hringir.)

Ég trúi og til þín flý,

það traust minn styrkur er,

ég örugg aftur sný

og allur kvíði þverr.

(Gripið fram í: Amen.)