146. löggjafarþing — 55. fundur,  5. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[20:02]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þá nota tækifærið líka til að þakka fjármálaráðherra fyrir að hafa staðið vaktina hér og tekið þátt í umræðum. Það er virkilega mikilsvert. Mér finnst þó miður að fleiri stjórnarliðar sjái sér ekki fært að fylgjast með umræðunum. Kannski sýnir það að þeir trúa því að við séum komin á slíka sjálfstýringu í ríkisfjármálunum að ekkert sé hægt að gera. Ekki er það nú gott. Ég held að við ættum að nota þetta tækifæri til að takast aðeins á um hlutina. Ég veit að hæstv. fjármálaráðherra er víðsýnn, skynsamur og glöggur maður. Hver veit nema skoðanaskipti á morgun leiði til þess að við getum hnikað stefnunni nær því að um hana verði almenn sátt.

En takk fyrir.