146. löggjafarþing — 56. fundur,  6. apr. 2017.

fjárframlög til Matvælastofnunar og eftirlitshlutverk.

[10:45]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra svörin en mig langar að spyrja: Nú er komið fram dómsmál í Svíþjóð þar sem einfaldlega er lagt blátt bann við fiskeldi í sjókvíum og nýtt sjókvíaeldi í Noregi er einfaldlega stoppað af og þar af leiðandi leita þessi fyrirtæki væntanlega á nýjar slóðir. Væri ekki sniðugra, áður en við höldum áfram með það að veita ný leyfi með stofnun sem getur ekki sinnt hlutverki sínu, að setja regluverk um þetta og hamla frekari uppbyggingu þar til við vitum hvert við ætlum að stefna með henni?