146. löggjafarþing — 56. fundur,  6. apr. 2017.

framlög í fjármálaáætlun og kosningaloforð.

[10:59]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Frú forseti. Hér er alls ekkert verið að gera ágreining um það að menn taki upp nýtt vinnulag og horfi lengra fram í tímann, en það er kannski þá skelfilegra en ella að sjá að þessi forgangsröðun í þágu ríkra í staðinn fyrir að jafna lífskjörin í landinu á að vera í ókomna framtíð. Af hverju nota menn ekki aðrar leiðir? Af hverju nota menn ekki tekjujöfnunartækið? Af hverju nota menn ekki jöfnunartæki skattkerfisins? Af hverju taka menn ekki hærri auðlindagjöld? Af hverju fara menn ekki í hátekjuskatt? Af hverju taka menn ekki auðlegðarskatt til að bregðast við þeirri sáru þörf sem er í samfélaginu?

Mig langar að lokum að spyrja, vegna þess að frændurnir, hæstv. forsætisráðherra og fjármálaráðherra, hafa tekist á í erlendum dagblöðum um peningastefnuna, gengisstefnuna: Eru þeir sammála um eitthvað? Tekur forsætisráðherrann undir með frænda sínum, að skattlagning sé andstæða frelsis?