146. löggjafarþing — 56. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[11:08]
Horfa

Haraldur Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um fjármálastefnu þar sem sleginn er rammi um ríkisfjármál til næstu ára, fjármálastefnan sem liggur fyrir ber með sér að bæði er verið að stíga öldu og lipran dans í hagstjórn. Hér er verið að gæta aðhalds á tímum þar sem mikill hagvöxtur er og spenna í samfélaginu á sama tíma og við reynum að rækta garðinn okkar og auka framlög til mikilvægra samfélagslegra innviða. Ég tel að þessi fjármálastefna verði í samhengi annarra tækja ríkisfjármálanna okkur farsæl.