146. löggjafarþing — 56. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[11:37]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við erum að fara að greiða atkvæði um fjármálastefnu til næstu fimm ára. Við erum að setja stefnuna til næstu fimm ára. Fyrir kosningar töluðu allir flokkar um að það þyrfti að setja meira í innviðina. Það er ekki verið að setja nóg í innviðina í þeirri stefnu sem hér er verið að bjóða og boða. Líkt og hv. þingmaður sem talaði hér á undan mér sýndi á grafískan hátt er samneyslan, með þeirri áætlun sem byggir á þeirri stefnu sem við erum að fara að greiða atkvæði um núna, að dragast saman. Þetta eru slæm tíðindi fyrir fólkið í landinu og þetta eru sérstaklega slæm tíðindi fyrir þá sem eru tekjulágir og þurfa á sterkum innviðum samfélagsins að halda til að geta lifað við velferð og til að geta búið við góða (Forseti hringir.) heilbrigðisstefnu. Það eru mjög góð rök fyrir því að segja nei við þeirri stefnu sem hér er verið að setja.