146. löggjafarþing — 56. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[11:42]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hæstv. forsætisráðherra kallaði loftslagsmálin mikilvægustu mál samtímans. Hvar skyldu þau nú vera í þessari ágætu ríkisfjármálaáætlun? Það er bætt í umhverfismál í byrjun, síðan stöðnun eða lækkun næstu árin, svo kemur smáskvetta 2021–2022. Í orkumálum eru lagðar nokkrum sinnum 60 til 70 milljónir á ári til málaflokksins. Ég rakti áðan rannsóknir og nýsköpun þar sem er ýmist lækkun eða 120 millj. kr. framlag ár frá ári. Þannig að ég get ekki séð að þetta sé framsýni eða ábyrgð. Mér finnst hárrétt að greiða þessu plaggi ekki atkvæði.