146. löggjafarþing — 56. fundur,  6. apr. 2017.

útlendingar.

236. mál
[11:48]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Eins og svo margt í orðum þessarar ríkisstjórnar þá eru þau orð sem er að finna í nefndaráliti, sem og í greinargerð með frumvarpinu, eintómar blekkingar. Þar kemur fram að meiri hluti allsherjar- og menntamálanefndar leggi áherslu á að þær aðgerðir sem hér um ræðir dragi ekki úr réttaröryggi umsækjenda um alþjóðlega vernd. Það er helbert rugl, frú forseti. Það er bara alls ekki rétt. Það er lagt að jöfnu í þessum lögum að koma frá öruggu upprunaríki og hafa þar með lagt inn bersýnilega tilhæfulausa umsókn. Það sem við leggjum til hér er að við munum umsvifalaust, án þess að gefa nokkurt svigrúm, vísa öllum sem koma frá svokölluðum öruggum upprunaríkjum, sem liggja engar haldbærar upplýsingar eða stöðugar upplýsingar um að sé tæk skoðun yfir höfuð, að við vísum þeim öllum tafarlaust úr landi. Við munum greiða atkvæði gegn þeim hluta er snýr að þessu en munum að sjálfsögðu hjálpa til við að leiðrétta mistök fyrri löggjafa hér þegar kemur að hjónabandi fólks.