146. löggjafarþing — 56. fundur,  6. apr. 2017.

útlendingar.

236. mál
[11:55]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg):

Frú forseti. Hér erum við að leiðrétta villu sem varð við afgreiðslu fyrra þings á lögum um útlendinga. Tökum þennan tíma til að átta okkur aðeins á því að vegna villu, sem varð við textavinnu í þessum sal, var lögð að jöfnu tímalengd hjúskapar og sambúðar, þegar fólk sækir um hæli hér á landi og landvist. Við höfum fengið fréttir af pörum sem þetta hefur snert, þrátt fyrir að ráðherra hafi í 1. umr. sagt að þetta hafi ekki komið niður á nokkrum einasta einstaklingi. Ég vil beina því til ráðuneytisins að nú líti það í eigin barm, eins og við ættum að gera, það opni fyrir það að fólk sem telur að brotið hafi verið á sér, vegna þessarar villu, sendi inn beiðni um að mál þess verði sérstaklega athugað og það verði gert hið snarasta. Því mikil er skömm okkar fyrir að hafa staðið fyrir þessu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)