146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

útlendingar.

236. mál
[12:01]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Frú forseti. Ég má til með að ítreka orð þingflokksformanns míns, hv. þm. Ástu Guðrúnar Helgadóttur, um að við sitjum hjá í þessu máli þar sem við munum ekki standa í vegi fyrir því að leið mistök síðasta þings við gerð þessara laga verði leiðrétt. Ég verð hins vegar að segja að ef það kemur í ljós, og ég ítreka það sem ég sagði í gær, að þessu ákvæði hafi verið beitt gegn réttindum einstaklinga sem eru hér í hjúskap beri að biðjast afsökunar á því opinberlega og það lýsi þá ágætlega eðli þeirrar stjórnsýslu sem við erum með þar sem horft skuli til vilja löggjafans þegar kemur að því að hann skuli setja útgjöld til ellilífeyrisþega sem áttu til þess réttindi samkvæmt lagabókstafnum en það hafi verið ákveðið að líta fram hjá vilja löggjafans þegar kom að því að leyfa fólki sem er hér í hjúskap að búa saman hér á landi. Það lýsir eðli stjórnsýslunnar á Íslandi ef ekki verður beðist opinberlega afsökunar á því hafi þetta ákvæði orðið til þess að fólk hafi ekki fengið að búa saman hér á landi.