146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[13:43]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég átti óformlegt samtal við forseta þar sem ég hefði gjarnan viljað fá að nýta tækifærið til að spyrja hæstv. menntamálaráðherra ákveðinna spurninga. Það er búið að semja og raunar taka frá minn rétt sem þingmanns til að tjá mig. Um það var samkomulag. Ég óska eftir og vona að forseti taki tillit til þess en líka þeir þingmenn sem hafa í hyggju að nýta sér ekki það tímapláss sem þeirra flokkur á og gefi okkur hinum þá tækifæri til að spyrja ráðherrana út úr.

Ég veit að hæstv. menntamálaráðherra er að fara inn í málaflokk sem er ekki hans og ætlar að vera hér með okkur vegna þess að ráðherrar úr ríkisstjórninni geta ekki verið hér í dag. Ég þakka honum kærlega fyrir það, en þetta er stórt plagg þannig að það er mjög sárt að ekki sé ætlunin að nýta öll þau (Forseti hringir.) tímaslott sem samið var um.