146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[13:49]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég þakka fyrir að tilmælum okkar hafi verið vísað til þingforseta enda er það sem við erum að ræða frekar mikilvægt, og mikilvægt að við fáum innsýn sem allra flestra í þetta mál.

Við getum að sjálfsögðu ekki neytt meðlimi stjórnarmeirihlutans til að vinna vinnuna sína. Það er kannski langt fyrir utan það sem við getum gert, en við getum þó farið fram á að hæstv. ráðherrar sem eru að kynna sín mál fari aðeins dýpra ofan í málefnin. Ég hef orðið var við að tíminn af þeirra hálfu hefur ekki verið nýttur til fulls hingað til. Þetta eru mjög mörg og flókin málefnasvið sem er verið að fara yfir og það hlýtur að vera hægt að fara yfir þau af meiri nákvæmni svo stjórnarandstaðan þurfi þá jafnvel að spyrja ögn færri spurninga fyrst stjórnarmeðlimir hafa ekki áhuga á að taka þátt.