146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[13:50]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Nú er ég alveg hættur að skilja. Ég veit að tími er afstæður og skilningur manna á honum líka en hæstv. ráðherra var rétt áðan að tala um að þetta hefði verið unnið á svo knöppum tíma og síðan þegar hv. stjórnarliðar sjá ekki ástæðu til að ræða þennan framtíðarrómans ástarþríhyrningsins á stjórnarheimilinu — af hverju vilja menn þá ekki fylla upp í þann tíma sem við höfum tekið frá í umræðuna til að fá betri skoðanaskipti? Flest okkar hafa tekið frá tíma til miðnættis í kvöld. Nýtum þann tíma vel. Hæstv. ráðherra hlýtur að fagna því vegna þess að hér eiga sér stað, a.m.k. á köflum, gagnleg skoðanaskipti. (Menntmrh.: Ég er gríðarlega glaður.)