146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[13:54]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Já, ég tek undir með hv. þm. Steinunni Þóru Árnadóttur. Mér finnst að það eigi bara að gera hlé á þessum fundi og semja upp á nýtt. Eitt það erfiðasta sem mér finnst við að skrifa mína ræðu og koma með fyrirspurnir til velferðarráðherra á eftir er að sjóða hana niður í tvær mínútur. Það er svo ótrúlega margt sem þarf að taka á en við gáfum okkur þetta í góðri trú á að þetta yrði virt og myndi hjálpa ferlinu áfram. Svo stendur fólk bara ekkert við sitt og vill ekki taka þátt í þessari umræðu og þá finnst mér að við eigum að fá að tala miklu lengur.

Ég vona að hæstv. forseti finni góða lendingu í þessu máli sem er sanngjörn gagnvart okkur öllum og gagnvart þessari mikilvægu umræðu. Þetta er risastórt mál.