146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[13:58]
Horfa

Pawel Bartoszek (V) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Til að byrja með langar mig að taka fram að mér finnst stundum leiðinlegt þegar ég sit hér í sal og hlusta á umræðu að vera sakaður hvað eftir annað um að taka ekki þátt í umræðunni. (Gripið fram í.) Ég veit auðvitað hvað menn eiga við. (Gripið fram í.) Ég er að tala núna. Ég veit hvað menn eiga við, en það að hlusta á skoðanir annarra er líka þátttaka í umræðu. Það er þátttaka sem ég hef tamið mér.

Síðan er annað. Ég tók þátt í umræðu um mennta- og menningarhluta þessarar fjármálaáætlunar og mun gera það í öllum þeim málaflokkum sem snúa að þeim nefndum sem ég sit í. En ég neita því ekki persónulega, upp á lýðræðið, að mér finnst stundum tíma mínum betur varið í að hlusta á hvað andstæðingar þessa plaggs hafa fram að færa (BjG: Okkur finnst það nefnilega …) en þeir sem styðja það. Ég og hæstv. ráðherra erum sammála um meginefni þess sem þar er. (Gripið fram í: En af hverju …?)