146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[13:59]
Horfa

Bryndís Haraldsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þetta er áhugaverð umræða undir liðnum um fundarstjórn forseta. Ég hef reyndar ekkert við fundarstjórn forseta að athuga svo því sé haldið til haga. Hér er maður búinn að hlusta á að maður sé annaðhvort ekki að vinna vinnuna sína eða sé stimpilpúði einhverra. Ég tek undir með hv. þm. Pawel Bartoszek sem talaði áðan, það er nefnilega oft mjög áhugavert að hlusta á umræðuna. Það er oft gott að muna að við höfum tvö eyru og einn munn. Þess vegna legg ég til, hæstv. forseti, að við höldum bara áfram með þá gagnlegu umræðu sem hér var um fjármálaáætlunina og viðræður við hæstvirta ráðherra um hana.