146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:00]
Horfa

Katla Hólm Þórhildardóttir (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég er ný á þingi. Þetta er mín fyrsta vika á þessum frábæra vinnustað þar sem er margt skemmtilegt fólk og mikið af góðum skoðunum. Ég er bara gáttuð á að það skuli hreinlega viðgangast að hér sé samið um tíma fyrir hvern flokk til að tala um rosalega stóra málaflokka, alveg ofboðslega mikilvæg mál, um áætlun fjárhags ríkisins til næstu fimm ára. Þegar samið er um tímann erum við að missa mínútur af því að stjórnarliðar ákveða að koma ekki í pontu og nýta tíma sinn. Mér finnst þetta hreinlega óvirðing gagnvart okkur öllum sem hér vinnum.