146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:01]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Mér finnst leiðinlegt hvað hv. þm. Pawel Bartoszek þykir við leiðinleg en ég hef hins vegar algjörlega engan skilning á að tala um að það að sitja í þessum sal og þegja og koma ekki skoðun sinni á framfæri sé einhvern veginn að taka þátt í umræðum. Að taka þátt er vissulega að koma hingað upp og standa uppi. Það sem mér þykir þetta segja er að hv. stjórnarþingmenn hafa nákvæmlega enga skoðun á þessu plaggi eða að þeir þora ekki að láta hana í ljós. Hugsanlega eru þeir ekki tilbúnir að verja plaggið af því að þeir vita kannski bara hversu lélegur pappír það er.

Hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur finnst gott að hlusta en hún hefur kannski takmarkað að segja.