146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:05]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Svo virðist sem einhvers misskilnings gæti hjá hv. þingmönnum Bryndísi Haraldsdóttur og Pawel Bartoszek. Við í minni hlutanum erum ekki að kalla eftir því að hv. þingmenn tali hér sí og æ heldur ef þeir hafa eitthvað fram að færa vegna þess að við erum búin að semja um það. Það er samkomulagið sem gildir. Ef það á að gilda á minni hluti þessa þings ekki að fylla dagskrá þingsins í enn eitt skiptið án þess að aðkoma stjórnarþingmanna sé sýnileg.

Ég tek undir að það er gott að hlusta og það þarf ekki alltaf að tala. Maður á ekki að tala nema maður hafi eitthvað fram að færa en ef það er samið um annað hljótum við öll að geta virt það samkomulag. Annað er óeðlilegt.