146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:09]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Mig langar til að segja aftur að ég vona að hæstv. forseti, Unnur Brá Konráðsdóttir, geri hlé á þessum fundi svo við getum samið upp á nýtt. Þetta snýst um það.

Þetta grefur undan því trausti sem er nauðsynlegt að hafa á milli okkar ef við ætlum að geta samið um svona hluti í framtíðinni. Við verðum að geta treyst því að það sé staðið við samninga og í raun og veru að maður verði ekki tortrygginn á að verið sé að reyna að svindla á manni á einhvern hátt og plata mann til að koma þessari umræðu í gegn á sem stystum tíma. Ég kalla eftir því að til að efla traustið kalli hæstv. forseti hlé og við semjum um þetta upp á nýtt.