146. löggjafarþing — 57. fundur,  6. apr. 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[14:11]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mig langar að ítreka það sem ég sagði áðan, maður verður mjög hugsi yfir því af hverju við þingmenn í stjórnarandstöðunni eigum að semja af okkur ræðutíma í þeim tilgangi að allir geti komið að umræðunni þegar það leiðir svo til þess að umræðan gengur miklu hraðar vegna þess að ekki kjósa allir að koma að henni. Við, sem er annt um þingræðið og lýðræðið, vitum að málfrelsið, það að hafa tækifæri til að ræða málin við til að mynda hæstvirta ráðherra sem og aðra þingmenn, hvort sem þeir taka þátt í umræðunni eða hlusta, er okkur alveg gríðarlega mikilvægt því að við höfum ekki meiri hluta á þingi. Það sem við höfum er rödd til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri. Við getum ekki samið (Forseti hringir.) þessa rödd af okkur til þess eins að umræðan styttist á okkar kostnað í raun og veru.