146. löggjafarþing — 58. fundur,  24. apr. 2017.

varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Borist hafa tvö bréf frá formanni þingflokks Viðreisnar um að 4. þm. Suðvest., Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, og 9. þm. Suðurk., Jóna Sólveig Elínardóttir, geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Í dag taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þær 2. varamaður á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi, Bjarni Halldór Janusson, og 1. varamaður á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi, Jóhannes A. Kristbjörnsson. 1. varamaður á lista í Suðvesturkjördæmi hefur boðað forföll.

Kjörbréf Bjarna Halldórs Janussonar, Jóhannesar A. Kristbjörnssonar og Ómars Ásbjörns Óskarssonar hafa verið rannsökuð og samþykkt en þeir hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskrá.

[Bjarni Halldór Janusson, 4. þm. Suðvest., Jóhannes A. Kristbjörnsson, 9. þm. Suðurk., og Ómar Ásbjörn Óskarsson, 13. þm. Suðvest., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]