146. löggjafarþing — 58. fundur,  24. apr. 2017.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:05]
Horfa

Forseti (Unnur Brá Konráðsdóttir):

Borist hafa fjögur bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 390, um fjölpóst, frá Andrési Inga Jónssyni, fyrirspurn á þskj. 405, um olíuleit og -vinnslu á Drekasvæðinu, frá Hildi Knútsdóttur, fyrirspurn á þskj. 463, um laxeldi í sjókvíum, frá Birni Val Gíslasyni og Bjarna Jónssyni, og fyrirspurn á þskj. 466, um laxastofna o.fl., frá Bjarna Jónssyni.

Borist hafa fjögur bréf frá innanríkisráðuneyti þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 468, um skrifstofu- og stjórnunarkostnað Spalar o.fl., frá Bjarna Jónssyni, fyrirspurn á þskj. 464, um öryggismál í Hvalfjarðargöngum og við þau, frá Bjarna Jónssyni, fyrirspurn á þskj. 469, um virðisaukaskatt á veggjöld í Hvalfjarðargöngum, frá Bjarna Jónssyni, og fyrirspurn á þskj. 480, um Hvalfjarðargöng og þjóðveg um Hvalfjörð, frá Bjarna Jónssyni.

Borist hefur bréf frá velferðarráðuneyti þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 320, um skuldastöðu heimilanna og fasteignaverð, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Borist hefur bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneyti þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 448, um gjaldeyrisútboð og afnám gjaldeyrishafta, frá Birni Val Gíslasyni.

Borist hefur bréf frá atvinnuvegaráðuneyti þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 436, um starfsemi Hafrannsóknastofnunar, frá Bjarna Jónssyni.