146. löggjafarþing — 58. fundur,  24. apr. 2017.

orð heilbrigðisráðherra um einkavæðingu í heilbrigðisþjónustu.

[15:09]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég vil taka undir þau orð sem hér hafa komið fram og jafnframt minna á að hæstv. ráðherra var nú í dauðarokksveit þannig að tónelskan vakti oft kátínu, undran og óhug. En aftur á móti hefur það verið einkennandi fyrir þau orð sem komið hafa frá hæstv. heilbrigðisráðherra er að þau eru alltaf loðin, alltaf þannig að hæstv. ráðherra virðist ekki geta komið með afgerandi svör um mjög brýn mál. Þetta er eitt af þeim málum sem hann hefur í raun afvegaleitt þingið í og umræðuna í samfélaginu. Mér finnst það mjög alvarlegt. Ég vonast til þess að hv. þingmenn Bjartrar framtíðar komi hér og útskýri fyrir okkur nákvæmlega hvernig rætt er um þetta mál í þingflokki þeirra.