146. löggjafarþing — 58. fundur,  24. apr. 2017.

stefna í heilbrigðismálum.

[15:45]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Mín spurning er þessi: Hver er afstaða formanns Viðreisnar og fjármála- og efnahagsráðherra ríkisstjórnarinnar til tvöfalds heilbrigðiskerfis? Hugnast honum það kerfi? Telur hann eðlilegt að efnameira fólk geti haft aðgang að betri heilbrigðisþjónustu? Telur hann eðlilegt að ríkið verji fé til kaupa á slíkri þjónustu af gróðafyrirtækjum þegar heilbrigðisstofnanir í sameiginlegri eigu samfélagsins eru sannarlega undirfjármagnaðar? Telur ráðherrann sem fjármála- og efnahagsráðherra ásættanlegt að stjórnvöld hafi við þetta tvöfalda heilbrigðiskerfi í raun engin tæki til að takmarka útgjöld til einkaaðila í heilbrigðisþjónustu því að þannig er veruleikinn ef skilningur hæstv. heilbrigðisráðherra Óttars Proppés er réttur?