146. löggjafarþing — 58. fundur,  24. apr. 2017.

sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum.

276. mál
[18:12]
Horfa

Forseti (Jón Þór Ólafsson):

Það gleður forseta að sjá hversu margir í salnum ræða þetta mikilvæga mál. Hann er forvitinn að vita eitt. Margir hafa komið upp í ræðustól og talað um að þeir séu kennarar. Hvað ætli séu margir kennarar á þingi? Ég hef spurt um það og mun kannski fá að upplýsa ykkur um það áður en þessum fundi lýkur. En þeir sem eru í salnum nú þegar, ef þeir gætu rétt upp hönd þeir sem eru kennarar.

Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm … (Gripið fram í: Áttu við menntaða kennara eða þá sem hafa kennt?) Þá sem hafa kennt og hafa kennararéttindi. Þá bætist það við. Fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu. Tíu, það er aukinn meiri hluti, sýnist mér. Ánægjulegt.