146. löggjafarþing — 58. fundur,  24. apr. 2017.

greining á þensluáhrifum fjárfestinga og framkvæmda.

380. mál
[19:17]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Talað er um það í fjármálastefnu, fjármálaáætlun og í meirihlutaáliti að beina framkvæmdum til svæða sem hafa ekki fundið fyrir þenslunni. En hæstv. fjármálaráðherra segir þetta vera flókið að reikna, en samt er þetta stefna og vinnan er sem sagt skammt á veg komin. Ég hef áhuga á að fræðast um það, þó að vinnan sé skammt á veg komin þá er kannski eitthvað komið þar, hvaða þættir það eru sem hafa helst áhrif á það mat hvaða svæði eru með háa uppbyggingarþörf og þá lágt þenslustig. Hvað ef sama módelinu er stillt þannig að það komi bara í ljós að mesta uppbyggingarþörfin er jafnvel hérna á suðvesturhorninu? Á að stilla módelið til þannig að það henti ekki suðvesturhorninu þó að módelið sem er fundið upp segi að svo sé?